Baráttudagur gegn einelti - litli Blær afhendur

Á baráttudegi gegn einelti þann 8. nóvember var Litli Blær innleiddur hér á Hádegishöfða þ.e. 
hvert barn fékk sinn litla Blæ til eignar og þau hafa aðgang að 
honum í leikskólanum á hverjum degi. 
Þessir litlu bangsar eru vináttu bangsar eins og stóri Blær frændi þeirra og þeirra hlutverk er að vera vinir barnanna og stuðningur ásamt því að hjálpa þeim að finna lausnir á 
vandamálum s.s. samskiptaörðugleikum. Stóri Blær leitaði aðstoðar hjá þeim Jóhönnu Helgu og Björk 
sem eru kennarar í vináttuteyminu því hann hafði fengið tvö bréf frá litlu frændum sínum í Ástralíu sem ætluðu að koma og eiga heima hér á Hádegishöfðða. Þeir höfðu villst í Fellabæ eftir mikið og langt ferðalag með flugvélum, strætóum, bátum o.fl. 
Þegar við lásum bréfin fyrir börnin á Seli var strax ákveðið að drífa okkur í útifötin og fara að leita að þeim en þeir sendu okkur vísbendingar með bréfinu. 
Þar með hófst hörku ratleikur sem endaði í móunum milli nýja leikskólans og ráðhússins (skrifstofu hitaveitunnar) þar sem börnin fundu stóra ferðatösku sem var merkt BLÆR HÁDEGISHÖFÐI. Þegar við opnuðum hana var hún full af litlum Blæjum sem voru merktir börnunum á Hádegishöfða. 
Við hjálpuðumst að við að bera þessa stóru tösku heim í leikskólann, fórum svo yfir á Stekk þar sem eldri börnin afhentu yngri börnunum sinn litla Blæ.