Lestrarátak Lubba

Á degi íslenskrar tungu 16. nóvember hófst lestrarátak í samvinnu við Lubba. Foreldrar voru hvattir sérstaklega til að lesa fyrir börn sín, skrá lesturinn á þar til gerð málbein og hengja upp í fataklefum deildanna þar sem Lubbi var að safna beinum í stórt beinafjall.
Takk kæru foreldrar fyrir samstarfið í verkefninu. Afrakstur þess eru fjölmörg bein sem bendir til þess að lestur sé hluti af daglegu lífi á heimilum leikskólabarna.
Þó verkefninu sé formlega lokið hvetjum við ykkur til áframhaldandi lesturs.
Fréttamynd - Lestrarátak Lubba

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn