Kveðjugjöf frá útskriftarárgangi

Í morgun kom foreldri færandi hendi með kveðjugjöf frá árganginum sem er að hætta hjá okkur.
Við fengum tvo kassa af einingakubbum sem við sjáum fram á að verði mjög mikið notaðir!
Við erum ekkert smá þakklátar fyrir þessa gjöf og óskum börnunum okkar í útskriftarárgangi góðs gengis í grunnskólanum :)

Takk kærlega fyrir okkur, við eigum svo sannarlega eftir að sakna ykkar.
Fréttamynd - Kveðjugjöf frá útskriftarárgangi

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn