Sameiginlegur fundur í foreldraráði Hádegishöfða og Tjarnarskógar
12. mars 2018 kl. 17
Mætt eru: Freyr Ævarsson, Svanhvít Alfreðsdóttir Hreinn Gunnar Birgisson, Jarþrúður Hólmdís Júlíusdóttir, Guðmunda Vala Jónasdóttir, Sigríður Herdís Pálsdóttir, Nanna Hjálmþórsdóttir, Kolbjörg Lilja Benediktsdóttir og Sigríður Klara Sigfúsdóttir.
- 1.Mötuneyti
- Sigga Dískom með erindi frá foreldrafélagi Tjarnarskógar um matseðilinn.
- Ákveðið var aðbíða eftir niðurstöðum úr skólapúlsinum og sjá hvernig mötuneytið kæmi út úr þeirri könnun.
- 2.Sumarleyfi
- Rætt um fyrirkomulag sumarleyfisins.
- Ákveðið að stinga upp á því við fræðslunefnd að gera nýja skoðunarkönnun á meðal foreldra um sumarleyfið.
- 3.Önnur mál
- Viðbygging Hádegishöfða
- Bílstólar
- oRætt um þær umræður sem höfðu komið upp meðal foreldra Tjarnarskógar um að kaupa bílstóla til þess hafa í rútuferðum á vegum leikskólans. Rætt um þann möguleika að hafa rútuferðir á laugardegi og þá á vegum foreldrafélagsins.
Fleira ekki rætt, fundi slitið
Símafundur foreldraráðs Hádegishöfða 29. október 2018
Haldinn var símafundur þar sem ekki allir voru á staðnum
„Mætt“ eru Freyr, Svanhvít og Jarþrúður
- 1.Rætt um erindi frá foreldri um tilvonandi viðbyggingu Hádegishöfða.
Foreldraráð var sammála um að við þyrftum að kynna okkur málefnið betur og funda aftur sem fyrst.
Ákveðið var að hafa aftur fund 1. nóvember.
Fundi slitið
- Fundur foreldraráðs Hádegishöfða
- 1. nóvember 2018
Mætt eru: Freyr, Svanhvít, Hreinn og Jarþrúður
- 1.Áframhaldandi umræður um viðbyggingu Hádegishöfða.
Ýmsar vangaveltur og spurningar hafa kviknað varðandi viðbygginguna.
Engin kynning hefur verið á fyrirhugaðri bygginguhvorki fyrir foreldra eða starfsfólk Hádegishöfða.
Fundi slitið
Sameiginlegur fundur foreldraráðs Hádegishöfða og foreldraráðs Tjarnarskógar
8. nóvember 2018 kl 20:00
Mætt eru: Guðmunda Vala, Sigríður Herdís, Freyr, Kolbjörg Lilja, Reynir Hólm, Sigríður Klara og Jarþrúður Hólmdís.
1. Fræðslunefndarfundir
Sumarleyfin – erindi um könnun fyrir sumarleyfi könnunin er komin í ferli. Verður
trúlega tekin fyrir á næsta fræðslunefndarfundi.
Guðmunda Vala segir frá því að umfjöllun og áætlun um hvernig bæta þarf starfskjör
á leikskólum fer fram hjá sveitarfélaginu á næstunni.
Karellen – hefur ekki virkað nægilega vel, iOS hefur ekki verið að virka en hefur virkað
fyrir android. Kerfið virkar mjög vel þegar það virkar. Dýrt að hafa þetta kerfi ef það
er ekki hægt að treysta á að það virki alltaf. Verið er að ræða þessi mál við fyrirtækið.
2. Matseðill
Búið er að kaupa kerfi sem reiknar út næringargildi hverrar máltíðar. Þegar það er
komið í fullt gang geta foreldrar séð næringargildi hverrar máltíðar. Aðeins á eftir að
koma þessu inn í Karellen kerfið.
3. Viðbygging á Hádegishöfði
Sagt frá foreldrafundinum sem foreldrafélagið og foreldraráð Hádegishöfða hélt á
Hádegishöfða vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við leikskólann. Rætt um fundinn
og viðbygginguna.
4. Umræða um merktar vörur í gjafir
Skólastjórnendur vörpuðu fram þeirri spurningu hvað foreldraráði fyndist um merktar
gjafir frá fyrirtækjum. Foreldraráði finnst í lagi að öryggisatriði, eins og
endurskinsmerki, sem eru merkt fyrirtækjum séu gefin börnunum.
5. Önnur mál rædd
Fundi slitið
Fundur Foreldraráðs Hádegishöfða
4. Janúar 2019 kl 16:15
Mættir eru Mættir eru Freyr, Svanhvít, Hreinn og Jarþrúður
- 1.Rætt um svar við bréfi sem að foreldrar barna hádegishöfða og foreldraráð Hádegishöfða og Tjarnarskógar sendi bæjarráði Fljótsdalshéraðs.
- -Okkur þótti mörgum spurningum ekki nógu vel svarað og voru margar aðrar spurningar sem vöknuðu við lesturinn á svari bréfsins.
- -Ákveðið var að senda bæjaráði athugasemdir varðandi bréf þeirra í von um frekari svör
Fundi slitið
Fundur Foreldraráðs Hádegishöfða
25. mars 2019 kl 16:15
Mættir eru Mættir eru Freyr, Svanhvít og Jarþrúður
- 1. Rætt var um Svör við athugasemdum foreldraráða við skýringu Fljótsdalshéraðs á því hvers vegna samþykkt var að ráðast í viðbyggingu við leikskólann Hádegishöfða.
Fundi slitið.
Fundur Foreldraráðs Hádegishöfða
24. Apríl 2019
Mættir eru Mættir eru Freyr, Svanhvít, Jarþrúður og Guðmunda Vala
- 1.Matsskýrsla menntamálaráðuneytisins
- Rætt var um matsskýrsluna frá Menntamálaráðuneytinu hvað kom vel út og hvað mátti betur fara.
- 2.Umbótaáætlun
- Vala sagði frá umbótaáætlun sem Hádegishöfði þarf að skila til þess að sína fram á það hvernig hann ætlar að bæta úr þeim hlutum sem var ábótavant eða betur mátti fara að mati matsaðila frá Menntamálaráðuneytinu.
- 3.Fjárhagsáætlun 2020
- Vala fór yfir fjárhagsáætlun fyrir næsta skólaár
- 4.Þjónusta talmeinafræðings í leikskólanum Hádegishöfða
- Rætt um ábendingu frá foreldrum að börn á Hádegishöfða væru ekki að fá þá þjónustu sem að þau eiga rétt á hjá Talmeinafræðingi samkvæmt samningi þar um. Ákveðið að senda fyrirspurn/erindi til fræðslustjóra Fljótsdalshéraðs varðandi þetta.
Fundi slitið