Í desember 2018 var gerð könnun meðal foreldra leikskólabarna og starfsmanna leikskóla sem snéri að sumarlokun leikskóla á Fljótsdalshéraði. Tilgangurinn var að skoða hvað væri að henta foreldrum og starfsmönnum svo hægt væri að taka ákvörðun með tilliti til þess fram í tímann. Ákvörðun hefur nú verið tekin og samþykkt af bæjarstjórn en hún hljóðar upp á að leikskólarnir loka og opna í miðri viku og lokunartíminn skarast um viku á milli ára.

Sumarið 2021 verður Hádegishöfði því lokaður frá og með 14. júlí til og með 12. ágúst. Við opnum aftur eftir sumarfrí fimmtudaginn 13. ágúst.