Starfsemi foreldrafélagsins

Foreldrafélag er starfrækt við skólann. Markmið foreldrafélaga er að efla tengsl forráðamanna við starf skólanna og tryggja velferð barnanna sem best. Allir forráðamenn verða sjálfkrafa félagar um leið og nemendur hefja skólagöngu sína.

Foreldrafélagsgjald er kr. 500.- á mánuði á heimili og er innheimt með skólagjöldum.

Aðalfundur foreldrafélagsins er haldinn í september.