Vorhátíð Hádegishöfða

Vorhátíð Hádegishöfða var haldin 1. júní. Hátíðin er samstarfsverkefni starfsmanna og foreldrafélags skólans. Kolbrún Nanna aðstoðarsleikskólastjóri bauð gesti velkomna á hátíðina og kynnti stjórn foreldrafélagsins fyrir gestum. Næst sungu nemendur skólans þrjú lög áður börnin fóru til foreldra sinna og tóku þátt í því sem boðið var upp á. Foreldrafélagið bauð upp á tvo hoppukastala og veitingar. Góð samvinna var milli starfsmanna og foreldra sem skiptu með sér verkum að vakta kastala og afgreiða veitingar. Hátíðin tókst vel í alla staði og fóru gestir glaðir heim að henni lokinni enda lék veðrið við okkur þennan dag.
Fréttamynd - Vorhátíð Hádegishöfða Fréttamynd - Vorhátíð Hádegishöfða Fréttamynd - Vorhátíð Hádegishöfða Fréttamynd - Vorhátíð Hádegishöfða Fréttamynd - Vorhátíð Hádegishöfða Fréttamynd - Vorhátíð Hádegishöfða

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn