Dagur læsis
Í dag er alþjóðadagur læsis. Að því tilefni voru foreldrar á Hádegishöfða hvattir til að velja bók með sínu barni til að koma með í leikskólann. Á Haga komu margir með bækur að heiman sem auðgar læsisumhverfi okkar. Aðrir fóru á bókasafn skólans og völdu sér bók.
Bækurnar voru ýmist lesnar, skoðaðar, teiknað upp úr þeim svo eitthvað sé nefnt.
Í samverustund var bókin um Lötu Grétu lesin. Í lok samverunnar komust við að því að Lata Gréta líktist nokkuð húsfreyjunni í Gilitrutt. Þær sáu báðar að sér og fóru að vera duglegar, hjálpsamar og almennt miklu glaðari en áður.