Dagur umburðalyndis

Í  tilefni daga umburðalyndis erum við á Hádegishöfða ýmislegt að 
gera með Blæ vináttubangsa í fararbroddi. Við ætlum t.d.
 að mæta í litríkum fötum á miðvikudaginn. Hagi og Sel ætla að hittast í Salnum. 
Börnin færa hvert öðru vináttubönd sem þau hafa búið til,
 hlusta á vináttulög, dansa og hafa gaman. 
Stekkur ætlar að hlusta á vináttulög inn á Stekk dansa og leika að blöðrum. 
Einnig verður lögð áhersla á í allri umræðu og leikjum að
 við erum ólík en allir jafn mikilvægir og með sína styrkleika á ólíku sviðum.Bréf frá Barnaheill: 
Dagana 6. – 8. nóvember fögnum við fjölbreytileikanum og höldum daga Umburðarlyndis. 8. nóvember er Dagur gegn einelti en þá ætlum við að mæta í litrík í skólann​
Það eru Barnaheill – Save the children sem standa að þessum dögum í gegnum Vináttu sem er forvarnarverkefni gegn einelti. En eitt af gildum Vináttu er einmitt Umburðarlyndi
Hinir fullorðnu í umhverfi barnsins móta þeirra viðhorf, framkomu og samskipti. Verum góðar fyrirmyndir fögnum fjölbreytileikanum í samfélagi okkar og sýnum Umburðarlyndi.​
Skilgreining Vináttu á Umburðarlyndi :​
Að viðurkenna og skilja mikilvægi og gildi fjölbreytileikans og að koma fram við alla aðra af virðingu.​
Umburðarlyndi snýst um hæfileikann eða viljann til að viðurkenna það sem er frábrugðið því sem maður sjálfur telur rétt.  Það snýst um skilning og viðurkenningu á því að skoðanir og lífsmáti annarra er jafn mikils virði og okkar – jafnvel þótt maður sé ekki alveg sammála viðkomandi eða eigi bágt með að skilja hann eða setja sig í spor hans.​