Vinátta, virðing og hjálpsemi

Á Hádegishöfða er unnið með Vináttuverkefni Barnaheilla. Í Dimbilvikunni lögðust börn og kennarar af Haga yfir þrjú lykilorð úr verkefninu, vinátta, virðingu og hjálpsemi.
Í sameiningu komumst við að því að mikilvægt er að virða þessa þætti og ætlum við að gera okkar besta í að hafa það í huga að öllum geti liðið vel.
Texti í einu vináttulagi sem við syngjum kom upp í huga okkar og erum við sannfærð um að hann getur hjálpað okkur að muna, skilja og taka tillit til hvors annars svo öllum líði vel.
Við erum góð, góð hvort við annað.
stríðum ekki eða meiðum neinn.
Þegar við grátum huggar okkur einhver,
Þerrar tár og klappar okkar kinn. (2x)