Gefum fuglunum mat

Enn er snjór yfir öllu og því erfitt fyrir fuglana að ná í æti. Á Haga söfnuðum við saman matarafgöngum, skárum niður í bita og settum í mjólkurfernur og helltum matarolíu yfir.
Þetta allt saman fórum við með út fyrir lóðina þar sem við fundum tré til að hengja matinn í. Við áttum nokkrar brauðsneiðar eftir sem við settum fyrir neðan tréð og hugsuðum þá að mýs gætu líka verið svangar.
Í seinni útivistinni skoðuðu nokkrir undir tréð og viti menn brauðsneiðarnar voru horfnar. Sporin voru of stór fyrir mýs en líktust mjög krummasporum.

Fréttamynd - Gefum fuglunum mat Fréttamynd - Gefum fuglunum mat

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn